Hér er ansi skemmtilegt próf um þingkosningarnar í Bretlandi sem verða í maí. Spurningarnar ná yfir málaflokka eins og efnahagsmál, heilbrigðismál, varnarmál, innflytjendur, félagsmál og velferðaraðstoð.
Ég tók prófið – fékk 87 prósent Verkamannaflokk, 86 prósent Frjálslynda demókrata – munaði bara einu prósentustigi– 71 prósent Sinn Fein, 70 prósent Íhaldsflokk og 65 prósent UKIP.
Það er semsagt prósenta þeirra tilfella þar sem ég á samleið með stefnu þessara flokka. Í efnahagsmálum reynist ég samkvæmt þessu vera beggja blands milli Verkamannaflokks og Íhalds, í menntamálum er ég Íhald, en í innflytjendamálum og heilbrigðismálum nær Verkamannaflokknum
Ég mun vera líklegastur til að finna fólk sem er sama sinnis og ég á Hebrideseyjum, undan strönd Skotlands.
Prófið má taka með því að smella hérna.