fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Samkeppnisstaða Íslands – túlkun Fylkisflokksins

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. september 2014 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú tek ég fram að ég er ekki meðlimur í Fylkisflokknum né sérstakur áhugamaður um að Ísland gangi í Noreg – jafnvel þótt ég sé af norsku bergi brotinn.

En ýmislegt áhugavert hefur komið fram í umræðunni um þetta áhugamál Gunnars Smára Egilssonar, enda er hann með afbrigðum frjór maður.

Í nýrri færslu á Facebook-síðunni Ísland, 20. fylki Noregs, má lesa greiningu Gunnars Smára á skýrslu frá World Economic Forum um samkeppnisstöðu ríkja. Menn geta velt þessu fyrir sér – og mótmælt ef þeir eru þannig innstilltir:

Nýútkomin skýrsla World Economic Forum um samkeppnishæfni ríkja dregur vel fram hversu langt að baki Norðurlöndunum Ísland stendur. Norðurlöndin raða sér svona á aðallistann yfir samkeppnishæfni:
4. Finland
10. Svíþjóð
11. Noregur
13. Danmörk
30. Ísland

 
Ísland er í 30. sæti með Kína og Eistland fyrir ofan sig og Tæland og Púerto Ríkó fyrir neðan sig. Ísland er sautján sætum fyrir neðan Danmörku, sem er neðst af hinum Norðurlöndunum. Það er álíka langur vegur og frá Íslandi til Möltu (Óman og Panama eru sitthvorum meginn við Möltu). Ísland eru gefin 4,71 samkeppnisstig eða 0,58 stigum minna en Danmörk. Til að gefa hugmynd um hvað það vigtar þá er Króatía með 0,58 stigum minna en Ísland (Úkraína og Gvatemala eru sitthvoru meginn við Króatíu).
Þegar undirlistar að baki aðallistanum eru skoðaðir sést hvar veikleikar og styrkur Íslands liggur. Norðurlöndin raða sér svona á lista sem á að gefa mynd af grunnstoðum ríkjanna:
6. Noregur
8. Finland
12. Svíþjóð
13. Danmörk
27. Ísland
Þarna togar efnahagsóstjórn Ísland niður en góð heilsa og grunnmenntun vegur landið upp. Innviðir samfélagsins eru metnir á pari við Norðurlöndin og stofnanir ekki mikið lakari.

 
Undirlistinn sem mælir ýmislegt sem ýtir undir eða hamlar skilvirkni lítur svona út:
10. Finland
12. Svíþjóð
13. Noregur
17. Danmörk
35. Ísland
Ísland sker sig ekki frá hinum löndunum þegar kemur að æðri menntun, sveigjanleika vinnumarkaðarins eða tæknilegu læsi íbúanna. En það sem keyrir landið niður eru markaðsbrestir, vanþróaður fjármálamarkaður og hversu örsmár heimamarkaðurinn er.

 
Síðasti undirlistinn nær yfir nýsköpun og viðskiptaumhverfi. Hann lítur svona út:
3. Finland
7. Svíþjóð
9. Danmörk
16. Noregur
28. Ísland
Hér er nýsköpun á Íslandi einfaldlega ekki á pari við hin löndin og viðskiptaumhverfið ekki jafn þróað. Að þessu leyti er Ísland álíka langt frá Finlandi og Máritanía er frá Íslandi.

 

En hvað segir þetta yfirlit okkur. Þeir mælikvarðar sem ná utan um fólkið, mannauðinn, sýna að það er ekkert að Íslendingum. Þetta er heilbrigt, vel menntað og tæknilega læst fólk sem því miður býr við ónýtt kerfi á fáranlega litlum markaði.

Ísland er í 49. sæti þegar kemur að skilvirkni viðskiptaumhverfisins. Þar eru nágrannar okkar þessir:
47. Litháen
48. Indónesía
49. Ísland
50. Tékkland
51. Pólland

 

Ísland er í 68. sæti þegar kemur að þroska fjármálalífsins. Þar eru nágrannar okkar þessir:
66. Jórdanía
67. Nígería
68. Ísland
69. Marokkó
70. Kólombía

 

Ísland er 92. sæti þegar kemur að efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins.Þessir eru nágrannar okkar:
90. Kamerún
91. Króatía
92. Ísland
93. Kosta Ríka
94. Dómínaska lýðveldið

 

Af þessu má sá að fólkið á Íslandi er ekki frábrugðið fólkinu á hinum Norðurlöndunum en vegna grundvallarskekkju í efnahags- og atvinnulífi býr fólkið við veikleika í grunnkerfum samfélagsins sem þekkjast ekki í okkar heimshluta.
Og hvað heldur fólk að gerist þegar staðan er þessi; þegar fólkið er velmenntað, hraust og vel búið undir áskoranir nútímans en býr við aðstæður sem heldur aftur af atorku þess og nýtir illa menntun þess eða hæfileika? Fólkið flytur sig þangað sem aðstæður eru skaplegri og samfélagið mannúðlegra. Eina sem getur komið í veg fyrir að þessi skekkja togi fólkið til Norðurlandanna er að Ísland verði togað inn í Norðurlöndin – togað frá austur-evrópsku viðskiptaumhverfi, afrísku fjármálalífi og efnahagstöðu eyjanna í Karíbahafinu.

 

Hér er svo í lokin staða Íslands þegar kemur að stærð markaða. Við getum velt fyrir okkur hvort þetta sé hentugur heimamarkaður til að byggja upp sterk alþjóðleg fyrirtæki, fóstra nýsköpun eða búa mannskapnum fjölbreytt atvinnutækifæri.
126. Malta
127. Guinea
128. Ísland
129. Haiti
130. Austur-Tímor

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“