fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Sofi Oksanen og örlög Eistlands

Egill Helgason
Mánudaginn 29. september 2014 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnað er að lesa skáldsögu eftir Sofi Oksanen sem er nýkomin út undir íslenska heitinu Þegar dúfurnar hurfu.

Sofi Oksanen er höfundur hinnar víðlesnu bókar Hreinsun, hún er hálf eistnesk – líkt og Hreinsun fjallar nýja bóki um fólk frá Eistlandi.

Þarna er sagt frá atburðum sem ekki mega gleymast – en hafa þó lengi marað í hálfu kafi gleymskunnar.

Fjandsamlegur her réðst þrívegis inn í Eistland í heimsstyrjöldinni.

Fyrst voru það Sovétmenn sem hertóku landið 1940, fóru um með morðum, ofbeldi og handtökum – sendu mikinn fjölda manns til Síberíu.

Svo voru það Þjóðverjar sem hertóku landið 1941, ráku Sovétmenn burt, og fóru um með morðum, ofbeldi og handtökum. Fyrst fögnuðu þó margir Eistar Þjóðverjum sem frelsurum, frá Rauða hernum og lögreglusveitum NKVD.

1944 kom önnur innrás, þá voru það Sovétmenn sem ráku Þjóðverja á brott. Eistum fannst það ekkert sérstakt fagnaðarefni, þeir voru milli steins og sleggju. Enda fóru Sovétmenn um með morðum, ofbeldi og handtöku, og aftur var fjöldi manns sendur til Síberíu.

Um þetta fjallar Sofi Oksanen í skáldsögu sinni. Aðalpersónan er maður sem nær að fljóta alltaf ofan á, hann starfar fyrir Rússa, svo Þjóðverja og svo aftur Rússa – ekki síst við að svíkja gamla félaga sína og vopnabræður.

Í bókinni eru Rússarnir og þýsku nasistarnir lagðir fullkomlega að jöfnu. Báðum fylgir skelfilegt ofbeldi og spilling hugarfarsins.

sofi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“