Í grein í Guardian er fjallað um orð sem eru óþýðanleg – en hafa mjög sérstaka merkingu.
Þarna er nefnt danska orðið hyggelig, portúgalska orðið saudade, tékkneska orðið litost, norska orðið utepils, þýska orðið Waldeinsamkeit.
Maður getur skilið þessi orð, vitað nokkurn veginn hver meiningin er – en þau eru óþýðanleg.
Við þetta má bæta þýska orðinu Wehmut og gríska orðinu φιλότιμο eða filotimo. Það er að sumu leyti lykillinn að grískri þjóðarsál.
Muna lesendur eftir öðrum svona orðum – kannski íslenskum?