fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Farið burt áður en þið eyðileggið allt

Egill Helgason
Sunnudaginn 8. júní 2014 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hefur þess verið minnst að 70 ár eru frá D-degi, innrás herja Bandamanna í Evrópu sem þá var undir oki nasismans. Áhrif þessara miklu atburða verða seint ofmetin.

Innrásarherinn var að megni til bandarískur og breskur. Bretland féll ekki í hendur nasista, heldur þraukaði allt stríðið. Og það átti líka við um breska stjórnkerfið sem hélst óbreytt – jafnvel þó stríðshetjan Winston Chuchill hafi veri felldur í kosningum 1945 og hin umbótasinnaða stjórn Verkamannaflokksins og Clements Attlee tekið við.

Í Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi var annað uppi á teningnum. Þar þurfti að hugsa allt upp á nýtt, koma upp nýju stjórnkerfi. Þýskaland var hrunið, Ítalía hafði verið undir fasistastjórn, í Frakklandi hafði verið Vichy-stjórnin em starfaði með nasistum.

Það var sjálfur Winston Churchill sem lagði til að komið yrði upp evrópsku sambandsríki.

En hugmyndin var ekki að Bretland væri með. Bretland var sigurvegari í stríðinu – þótt í raun hefði það eyðilagt efnahag þess. Það var svo þversögn að Vestur-Þýskaland var miklu fljótara að ná sér efnahagslega eftir stríðið en Bretland. Skýringin var meðal annars sú að eyðingin í Þýskalandi var algjör, það var nauðsynlegt að byrja alveg upp á nýtt, meðan Bretar sátu uppi með úreltar verksmiðjur, iðnað og framleiðslutæki. Fyrir utan að þeir máttu sjá á bak nýlendum sínum.

Í Frakklandi var líka mikið framfaraskeið – meðan stöðnun ríkti á Bretlandi.

Það var svo loks 1972 að Bretland gekk í Efnahagsbandalag Evrópu eftir hafa áður fengið synjun. De Gaulle, áhrifamesti stjórnmálamaður Frakklands eftir stríðið, taldi að Bretar ættu ekki heima í Efnahagsbandalaginu sem nú heitir Evrópusambandið.

Sú tilfinning hefur líka alltaf verið mjög sterk í Bretlandi sjálfu – og sjaldan sterkari en nú þegar flokkurin UKIP er að vinna kosningasigra. Hann hefur beinlínis á stefnuskránni að Bretland hverfi úr ESB.

Reyndar er ýmsir í Evrópu sem telja best að Bretland láti sig hverfa. Einn þeirra er Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands. Hann skrifar grein sem birtist í Guardian í fyrradag. Þar segir Rocard við Breta:

Farið burt áður en þið eyðileggið allt.

url-9

Michel Rocard í Silfri Egils 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum