fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Fall meirihlutans í Reykjanesbæ – ekki sérlega skýrar línur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 8. maí 2014 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur kannski ekki sérlega á óvart að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ skuli vera fallinn sæmkvæmt könnun sem birtist í Morgunblaðinu, ekki eftir allt sem á undan er gengið. En fylgið er samt ennþá mikið, 37 prósent, það er vel yfir landsmeðaltali.

Sparisjóðaskýrslan var hroðaleg fyrir Sparisjóð Keflavíkur, bærinn er afar skuldugur og nú er orðið ljóst að það er ekki hægt að kenna vinstri stjórn um að álverið í Helguvík er ekki að skila sér. Fyrir því eru flóknari ástæður.

Ekki verður samt betur séð af skoðanakönnuninni en að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram við völd í bæjarfélaginu. Fylgi hinna flokkanna er mjög tvístrað. Samfylkingin er með 16 prósent, Píaratar með 14 prósent, önnur framboðsöfl með í kringum tíu prósent. Það er því ljóst að atkvæðin nýtast afar illa og margir flokkar þurfa að koma sér saman ef halda á Sjálfstæðisflokkum fyrir utan bæjarstjórnina.

Á Akranesi er Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar í sókn. Það helgast ekki síst af því að í efsta sætinu er vinsæll maður og vel liðinn, Ólafur Adolfsson, apótekari og fyrrverandi knattspyrnumaður. Þar er gríðarleg fylgissveifla til Sjálfstæðisflokksins sem fengi 43 prósent samkvæmt nýrri könnun.

Þannig er ekki einhlítt hvernig fylgislínur eru fyrir kosningarnar sem verða eftir þrjár vikur. Samfylkingin virðist standa heldur veikt víðast hvar, en í Fjarðarbyggð er Fjarðarlistinn (Samfylking og VG) þó með 40 prósent, bætir við sig 10 prósentustigum.

En á Akureyri er allt á tvist og bast eftir hrun Lista fólksins. Þar eru Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Bæjarlistinn svokallaður með í kringum 20 prósent, Vinstri græn með 16 prósent, Framsókn með 12 prósent og Samfylking með 9 prósent. Það er áberandi rýrt og merkilegt að BF skuli vera miklu stærri en Samfylking og Framsóknarflokkur. Á Akureyri þarf að minnsta kosti þrjá flokka til að mynda meirihluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón