fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Undirskriftir afhentar, ESB dormar í nefnd, óskýr orð utanríkisráðherra

Egill Helgason
Föstudaginn 2. maí 2014 20:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag voru þingmönnum afhentar undirskriftir 55 þúsund Íslendinga sem vilja ekki að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið.

Það er spurning hvaða áhrif þetta hefur, en ríkisstjórnarflokkarnir eru varla búnir að gleyma uppnáminu sem varð þegar þingsályktunartillaga um að slíta aðildarviðræðunum var óvænt lögð fram í febrúar. Þá var allt í einu eins og fjaraði verulega undan ríkisstjórninni. Hún hefur verið í varnarbaráttu síðan.

Í heilagri ritningu stendur eitthvað á þessa leið: Ræða yðar skal vera já, já eða nei, nei. Stundum hefur verið vitnað í þessi orð í sambandi við Framsóknarflokkinn sem á árum áður þótti geta sagt bæði já já og nei nei í sömu andrá.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var nokkuð trúr þessu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag þegar hann sagði:

 Ég sjálfur hef ekki trú á að undirskriftalistinn sem slíkur geri það að verkum að tillagan verði dregin til baka. En ég hef alltaf sagt að ef að það er hægt að finna leið til þess að hlusta á þá sem hafa skrifað undir listann eða þá sem hafa tjáð sig um þetta mál, um leið að ná einhvern veginb fram markmiðum stjórnvalda, þá er ég ekkert að útiloka einhverjar breytingar á málum. […] Ef að það er vilji fyrir hendi þá er hægt að klára það. Ef að stjórnarandstaðan leggst ekki þvert fyrir málið eða þá að, ef að menn ná að finna einhverja lausn sem að það er samstaða um, þá er hægt að gera það, þetta er allt hægt. Ef að menn finna leiðina til þess. Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef að það er hægt að ná einhverri lendingu sem að gerir það samt að verkum að ríkisstjórnin nær sínu að sjálfsögðu fram, um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu.

Þetta er svona frekar óskýrt.

Össur Skarphéðinsson tjáir sig á Stöð 2 og segir í fréttinni að málið dormi inni í utanríkismálanefnd.

En mér sýnist allt stefna í það eins og staðan er í dag að það sé þegjandi samkomulag millum stjórnarflokkanna að láta það svona síga út og sofna og ég get ekki sagt að ég geri stóran ágreining um það.

Næsta öruggt hlýtur að teljast að málið verður ekki afgreitt fyrir þinglok í vor, enda eru aðeins örfáir fundadagar eftir á Alþingi og mörg önnur stór mál sem bíða. Stjórnin á möguleika á að boða til sumarþings og láta þá sverfa til stáls eða reyna að taka viðræðuslitin við ESB aftur upp í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar