fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

ESB-umsóknin sem ekki tókst að draga til baka

Egill Helgason
Mánudaginn 19. maí 2014 01:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að sjá að utanríkisráðherra skuli hafa verið gerður afturreka með tillöguna um að draga til baka umsóknina um aðild að Evópusambandinu.

Mikil reiði er í herbúðum ESB-andstæðinga vegna þessa, en ESB-sinnar fagna sigri sem að sönnu er ekki mjög stór – en þó vissulega áfangi. Andstaðan við tillögu Gunnars Braga Sveinssonar bar árangur.

Björn Bjarnason á Evrópuvaktinni er ókátur, sömuleiðis Styrmir Gunnarsson, þeir telja þetta stórmál, Styrmir vill að ríkisstjórnin geri grein fyrir viðhorfi sínu til málsins, og Ragnar Arnalds tekur í sama streng á Vinstrivaktinni. Páll Vilhjálmsson segir að þetta boði feigð ríkisstjórnarinnar.

En ýmislegt kemur hér til.

Ríkisstjórnin hafði einfaldlega ekki afl til að koma málinu í gegn á þinginu meðfram skuldaleiðréttingunni. Hún varð að velja á milli.

Stjórnarliðið var ekki samstiga. Tillaga utanríkisráðherra kom mörgum Sjálfstæðismönnum á óvart, beint ofan í skýrslu Hagfræðistofnunar. Þeir töldu sig ekki skuldbundna leggja neitt á sig til að koma henni í gegn.

Það liggur við klofningi í Sjálfstæðisflokknum vegna málsins, á sama tíma og fylgi hans er í lágmarki. Við blasir að Sjálfstæðisflokkurinn getur orðið viðskila við stóra hluta atvinnu- og viðskiptalífsins.

Í stjórnarliðinu – jafnt og annars staðar – eru ýmsir sem meta stöðuna þannig að ekki sé skynsamlegt að slíta viðræðunum endanlega meðan ekki er útséð með afnám gjaldeyrishafta á Íslandi og samninga við kröfuhafa.

Síðan ríkisstjórnin tók við hafa orðið talsverðar breytingar í alþjóðamálum sem valda því að utanríkisstefna Ólafs Ragnars Grímssonar er skelin ein. Yfirgangur Rússa markar tímamót og þeim er ekki treystandi í Norðurhöfum. Bandaríkin og Evrópa ná aftur saman, Obama og Merkel fallast í faðma, en í bígerð er fríverslunarsamningur milli Bandaríkjanna og ESB. Það er ekki góð framtíðarsýn að standa utan hans, enda eru þarna okkar langmikilvægustu markaðir og verður svo áfram.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ekkert hafi verið rætt hvort þörf sé á að leggja tillöguna aftur fram á haustþingi. Nú hefur verið kveðið upp úr með að ekkert verði af sumarþingi. Það er skynsamlegt. Ríkisstjórnin þarf næði til að vinna í sínum málum í sumar, finna stefnuna sem var orðin mjög reikul í vetur.

2ddef6993a-276x200_o-1

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn