fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Launahækkanir eru skynsamlegar

Egill Helgason
Laugardaginn 6. desember 2014 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson bloggar hér á Eyjuna. Hann hugsar skemmtilega öðruvísi en flestir hagfræðingar og á auðvelt með að skýra út hluti sem kunna að virðast flóknir.

Ólafur skrifar grein í dag um samband launa, verðbólgu og velmegunar. Hann nefnir verðbólguna sem geisaði á seinni helmingi 20. aldar og stafaði af víxlverkun hækkandi launa og verðhækkana. Síðan þá hafa foringjar í verkalýðshreyfingunni lært að halda aftur af kröfum um nafnhækkanir launa. „Þjóðarsáttin“ 1989 er skýrasta dæmið um það hér á Íslandi – en þróunin er alþjóðleg.

En svo fór annað að gerast. Stjórnendur fyrirtækja fengu miklu meira en hinir.

Frá 8. áratugnum hefur hins vegar almenn þróun verið svo að þótt verkalýðsfélög hafi samþykkt að halda aftur af kröfum sínum varðandi launahækkanir hefur toppurinn á ísjakanum – stjórnendur fyrirtækja – fengið góða launahækkun á sama tíma, langt umfram það sem aðrir hafa fengið. Þessar launahækkanir hafa e.t.v. ekki verið í formi reglulegra útborgaðra launa heldur bónusa og viðlíka. Þetta hefur leitt til þess að hlutfallið milli launa stjórnenda og almenns vinnufólks hefur hækkað mjög og er víða langt umfram það sem fólki „finnst“ að það ætti að vera. Þetta ósamræmi, þessi ójöfnuður, leiðir til samfélagslegs ófriðar.

Það hefur orðið framleiðniaukning, en þeir sem eru á toppnum hafa notið hennar langt umfram aðra. Háværar kröfur eru um að leiðrétta þessa þróun, en fyrirstaðan er mikil. En það myndi ekki bara leiða til meiri ánægju í samfélaginu, heldur líka aukinnar eftirspurnar og aukins hagvaxtar.

Almennar launahækkanir geta semsagt verið skynsamleg efnahagsleg aðgerð. Mikill ójöfnuður er vondur fyrir þjóðarhag.

Út frá efnahagslegu tilliti yrði það líka jákvætt ef þessari þróun yrði snúið við. Ekki aðeins yrði stuðlað að samfélagslegum friði, sem einn og sér getur ýtt undir væntingar og þar með fjárfestingar, heldur yrði kaupmáttur almennra launa hærri. Slíkt leiðir til aukinnar eftirspurnar sem aftur keyrir hagkerfið áfram. Og það eru til ótal rannsóknir þess efnis að launadrifinn hagvöxtur sé betri og heilbrigðari en t.d. lánadrifinn hagvöxtur eða hagnaðar-drifinn hagvöxtur (þ.e. hagnaður fyrirtækja, sem augljóslega verður lægri eftir því sem vöxtur launa er hærri: fyrir inngang, sjá t.d. Hein, 2012.). Þá hefur ennig verið mikið rannsakað hver áhrif ójafnaðar eru á hagvöxt og almenna hagsæld (sjá t.d. Palley, 2012, og Keen, 2012, einnig IMF og OECD). Og í örskömmu máli: minni ójöfnuður og meiri hagvöxtur fara hönd í hönd – og nú má rífast um hvort komi á undan.

Þessi grein Ólafs er afskaplega tímabær nú þegar er að koma í ljós að hagvöxtur á árinu er miklu minni en spáð hafði verið og sömuleiðis einkaneyslan – en hagnaður sumra fyrirtækja nánast stjarnfræðilegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu