fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Hefnd fyrir Davíð?

Egill Helgason
Sunnudaginn 6. júlí 2014 22:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seint mun það vekja traust á íslenska hagkerfinu ef Ragnar Árnason verður gerður að seðlabankastjóra – þessi fúndamentalisti á sviði markaðshyggju, maður sem telur að opinbert heilbrigðiskerfi og almannatrygginar séu skaðlegar og vill einkavæða hverja bröndu í sjónum í kringum Ísland.

Ragnar á það þó sameiginlegt með Má Guðmundssyni að báðir hafa þeir farið í langt pólitískt ferðalag. Það má kalla þetta hraðbrautina til hægri.

Báðir byrjuðu lengst til vinstri, Már var í Fylkingunni en Ragnar í Alþýðubandalaginu. Már staðnæmdist svo einhvers staðar á miðjunni – hann hefur fyrst og fremst verið náinn samherji Ólafs Ragnars Grímssonar en er í meginatriðum teknókrati eftir langan feril í Seðlabanka og alþjóðastofnunum.

Ragnar staðnæmdist hins vegar ekki fyrr en utarlega á hægri vængnum. Hann hefur sínar hugsjónir – en þær eru fjarska ólíkar þeim hugmyndum sem eru gegnumgangandi meðal almennings á Íslandi.

Eins og Mogginn lætur er ljóst að Davíð Oddsson og félagar hans finna ekki frið í sínum beinum fyrr en Már hverfur úr Seðlabankanum. Þetta virkar eins og þráhyggja og tilgangurinn er frekar óljós. Felst í þessu einhvers konar hefnd fyrir brottvikningu Davíðs Oddssonar á sínum tíma?

Hefur Framsóknarflokkurinn áhuga á að taka þátt í þeim leiðangri – eða þá hin fremur unga forysta Sjálfstæðisflokksins?

Fleiri kandídatar koma til greina en þeir tveir, til dæmis Friðrik Már Baldursson. Hann hefur einleikarapróf á fiðlu – og getur þá leikið meðan Róm brennur. Nei, í alvöru – menntun hans í hagfræði er nær því að henta Seðlabankastjóra en til að mynda sérsvið Ragnars. Friðrik hafði hins vegar afar rangt fyrir sér á árunum fyrir hrun, eins og sást á skýrslu sem hann skrifaði ásamt Richard Portes.

Það voru hins vegar fleiri sem mislásu stöðuna og eru kannski reynslunni ríkari – og svo eru hinir sem læra ekki neitt af reynslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?