fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Verkföll á tíma ójöfnuðar og ofurvalds fjármagnsaflanna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. maí 2014 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að sjá hversu verkfallsaðgerðir vekja mikla reiði – maður sér á Facebook fólk talar jafnvel um að banna verkföll eða að verkföll séu úrelt.

En er það svo?

Ójöfnuður fer vaxandi í heiminum. Við sjáum dæmi frá Bandaríkjunum þar sem launafólk þarf að þiggja félagslega aðstoð – vegna þess að kaupið hrekkur ekki til. Í Bretlandi hafa rutt sér til rúms svokallaðir „núll samningar“. Þar hafa launamenn í raun engin réttindi, það er hægt að senda þá burt með engum fyrirvara, þeir njóta ekki trygginga og fá ekki orlof.

Sumt af þessu tengist náttúrlega alþjóðavæðingunni, þar sem sífellt er verið að færa framleiðslu til landa þar sem kaupið er mjög lágt og réttindi vinnandi fólks lítil. En alþjóðavæðingin getur líka grafið undan heimalöndunum – við sjáum til dæmis hvernig kjörum lægri stétta og millistéttarinnar í Bandaríkjunum hefur hrakað og stórum svæðum hnignað með brotthvarfi framleiðslunnar.

Á meðan vænkast stöðugt hagur stjórfyrirtækjanna og fjármagnsaflanna. Stórfyrirtækin geta fært peninga á milli þannig að þau greiða í raun hvergi skatta – þau stefna að lægsta samnefnara – athyglisverð er kenning hagfræðingsins Thomas Pikkety sem segir að vöxturinn af fjármagni sé meiri en hinn eiginlegi hagvöxtur – það þýðir að peningar færast stöðugt til þeirra sem eiga fjármagn, en í miklu minna mæli til þeirra sem vinna fyrir launum.

Sagnfræðingurinn Sumarliði Ísleifsson, höfundur sögu Alþýðusambands Íslands, var gestur í morgunútvarpinu á Rás 2.

Hann talaði einmitt um aukinn ójöfnuð – og þá staðreynd að laun á Íslandi hafi dregist aftur úr nágrannalöndunum. Ekki sé að finna samstöðu eins og var á tíma þjóðarsáttarsamninganna þegar ofuráhersla var að ná stöðugleika. Sumarliði sagði að það ylti mjög á stjórnvöldum hvort framhald yrði á þessum óróleika á vinnumarkaði:

Hvort að unnið verður að því að koma á meiri sátt í þessu samfélagi, meiri jöfnuði. Hvort það verður unnið að því smám saman að hækka laun í þessu samfélagi þannig að þau verði svipuð og í löndunum í kringum okkur.

Nú finnur maður til mikillar reiði í garð flugmanna – að þar sé fámenn hálaunastétt að taka heilt samfélag í gíslingu. Það geisar mikið áróðursstríð í kringum verkfall þeirra. Það er reyndar spurning hvar mörk eiga að liggja, hvenær hafa menn svo há laun að þeir mega ekki fara í verkfall? Eru verkföll bara fyrir láglaunafólk? Og mega þeir þá bara fara í verkföll sem hafa lítið bit – þar sem verkföllin hafa lítil áhrif?

Í viðtalinu á Rás 2 rifjaði Sumarliði upp tíma þegar verkföll höfðu víðtæk áhrif, og meiri en nú er, eins og til dæmis á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar:

 Fólk man þetta ekki. Það voru settir upp vegatálmar á leiðinni frá landbúnaðarhéruðunum fyrir austan þannig að það væri ekki hægt að flytja mjólk í bæinn. Auðvitað kom það niður á heimilunum þegar ekki var hægt að kaupa daglegar vörur til matseldar.

 

leitin-að-livingstone

Stuttmyndin Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur fjallar um tvo menn sem keyra upp í sveit til að leita að sígarettum þegar þær eru gjörsamlega á þrotum í verkfalli. Þannig var ástandið í BSRB-verkfallinu stóra 1984.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni