fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Samhengi hlutanna í borgarskipulagi

Egill Helgason
Sunnudaginn 4. maí 2014 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi mynd kemur úr drögum að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Það er nú í vinnslu. Þarna birtast markmið sem eru talin æskileg við uppbyggingu og þróun hverfa – og felast aðallega í meiri nærþjónustu. Skipulagsfræðineminn og húsasmiðurinn Guðmundur Kristján Jónsson birtir myndina á bloggi sínu undir yfirskriftinni Samhengi hlutanna.

medium_20_m_n_tna_hverfi_

Þarna birtast ýmis háleit markmið – þetta er beint framhald af nýja Aðalskipulaginu.  Guðmundur skýrir þau á eftirfarandi hátt.

Að baki kaflanum um kaupmanninn á horninu er ekki útópískt draumsýn yfirvalda um gamlan mann í slopp að rétta húsmæðrum vörur yfir búðarborð, heldur ítarleg greiningarvinna sem sýnir meðal annars fram á að í kjölfar þess að verslun og þjónusta færðist úr nærumhverfi fólks jókst tíðni offitu með alvarlegum afleiðingum fyrir þjóðfélagið í formi kostnaðar og dauðsfalla. Skipulagsmál eru dauðans alvara. Niðurstöður nýlegrar búsetukönnunar sýna einnig að flestir telja helstu ókosti síns hverf­is vera mikla bílaum­ferð, skort á versl­un og þjón­ustu og slakt stræt­is­vagna­kerfi. Samkvæmt sömu könnun vilja flestir búa miðsvæðis, eða í þeim hverfum þar sem þjónusta og verslun hefur ekki horfið úr nærumhverfinu. Best væri ef niðurstöður búsetukannanna væru á þann veg að sem flestir séu ánægðir og stoltir af sínu hverfi.

Í innleiðingu á aðalskipulagi Reykjavíkur er verið að stíga nýtt skref sem miðar að því að kortleggja styrkleika og veikleika allra hverfa borgarinnar með það að markmiði að öll hverfi borgarinnar þróist á forsendum þeirra sem þar búa á sjálfbæran hátt í gegnum hverfisskipulag. Markmiðið við gerð hverfisskipulags er að skapa kraftmikil hverfi með öfluga nærþjónustu í takt við óskir íbúa. Hverfisskipulagið á að vera unnið í virku samráði við íbúa og grasrótarsamtök og það á að vera byggt á staðbundinni þekkingu og hverfisivitund. Það á að vera verkfæri íbúa til að móta sín hverfi eftir eigin höfði og með gildistöku þess á öll skipulagsvinna að verða einfaldari og hraðari. Hverfisskipulagið er unnið á smáum skala en af stórri hugsjón. Með gerð hverfisskipulags er hægt að hugsa hnattrænt en bregðast við heimafyrir.

Grein Guðmundar má lesa með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar