fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Gutti býður sig fram til formanns

Egill Helgason
Föstudaginn 30. nóvember 2012 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjartur Hannesson  – Gutti eins og hann er kallaður – býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Það er aðeins farið að fenna yfir launahækkunina sem hann veitti forstjóra Landspítalans – og var ekki dregin til baka fyrr en eftir mikil mótmæli.

Guðbjartur er velferðarráðherra, eins og það heitir nú, það þýðir að hann er yfir tveimur ríkisstofnunum sem eru í mestum vandræðum: Landspítalanum og Íbúðalanasjóði.

Samt hefur honum í raun tekist að sleppa ágætlega frá þessu. Hann er rósemdarmaður, virkar afar viðfelldinn og vel meinandi. Hann er skáti.

Hann hlýtur að eiga ágæta möguleika að ná kosningu í formannsembættið – víst er að hann mun njóta stuðnings Jóhönnu Sigurðardóttur ef þeir tveir verða í kjöri, hann og Árni Páll.

Formaður er kjörinn á flokksþingi Samfylkingarinnar, þar gæti Guðbjartur átt sitt vísa fylgi  – ef hins vegar er farið út meðal almennra kjósenda er eins líklegt að Árni Páll hafi yfirhöndina.

Eða hvað?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi