fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Svíagrýla gengur aftur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. nóvember 2012 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson gerir að umtalsefni áhrifaleysi Svía innan ESB, í tilefni af fyrirlestri Görans Person nú í vikunni. Það er ekki víst að Svíar myndu sjálfir skrifa undir kenningar Styrmis. Þeir eru ein þeirra þjóða sem best hafa komið út úr kreppunni.

Styrmir leggur reyndar lykkju á leið sína og fer að rifja upp hlutverk Svía í stríðinu:

„Þetta var út af fyrir sig afrek hjá Svíum í ljósi framferðis þeirra í heimsstyrjöldinni síðari og merkilegt hvað lítið er um það fjallað. Það voru ekki margir, sem græddu á Hitler á stríðsárunum. En afkomendur þeirra Norðmanna, sem voru reknir til baka á landamærum Svíþjóðar á flótta undan Gestapó hafa engu gleymt. Það virðist vera eins konar tabú í heimi sagnfræðinnar. Hvað ætli valdi?“

Þetta er reyndar eitt af þeim málum sem má skoða frá allt annari hlið – saga Svíþjóðar á tuttugustu öld er mjög forvitnileg. Svíum tókst að kveða niður helstefnurnar tvær, nasisma og kommúnisma, og byggja upp það sem kallaðist þjóðarheimilið – folkehemmet – á sama tíma og alræðisöflin náðu hvarvetna völdum í Evrópu. Það var ekki lítið afrek hjá þjóð sem hafði búið við mjög afturhaldssaman og þýskalandssinnaðan aðal og mikil stéttaátök.

En aftur að áhrifaleysi Svía. Þeir hafa löngum átt stjórnmálamenn sem hafa látið til sín taka á alþjóðavettvangi – Carl Bildt er frægastur þeirra sem nú er uppi, hann er utanríkisráðherra Svíþjóðar. Nýja stjarnan er þó fjármálaráðherrann. Hann er efstur á lista í úttekt Financial Times á bestu fjármálaráðherrum í Evrópu og fær toppeinkunn fyrir pólitík, hagfræði og trúverðugleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi