fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Bjarni gengur úr VG

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. nóvember 2012 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Harðarson vinur minn er með allra skemmtilegustu mönnum.

Við unnum fyrst saman á Tímanum endur fyrir löngu, síðar á Helgarpóstinu, og varð strax vel til vina.

Það leyndi sér ekki að maðurinn var fjörugur og frumlegur. Margir virðast telja að Bjarni hjóti að vera alinn upp í koti í afdal, en staðreyndin er sú að hann uppfóstraðist í gróðrarstöð innan um gúrkur, tómata og blóm.

En hann er auðvitað feikn sérvitur. Bjarni hefur gefið sig mjög að þjóðlegum fróðleik, draugum og hjátrú – síðasta bók hans, Mensalder, ber hugðarefnum hans vitni, hún fjallar um fólk á tuttugustu öld sem bjó á því Íslandi sem lengst var til, í torfbæ, við forna búskaparhætti. En Bjarni er reyndar líka áhugamaður um motorcross-hjól.

Bjarni hefur reynt fyrir sér í pólitík. Hann rekst illa í flokki, vægast sagt. Strax eftir að hann var kosinn á þing fyrir Framsókn 2007 gerði hann mikinn óskunda, að því flokksforystan taldi, með því að tala alltof frjálslega um stjórnarmyndun. Hann hvarf af þingi við illan leik, gekk í VG – og er nú farinn úr þeim flokki.

Það kemur ekki á óvart. Að sumu leyti er Bjarni ólíkindatól. Þegar við hittumst á Suðurlandi í haust talaði hann vel um Samfylkinguna. Ég er ekki viss um að hún myndi vilja fá hann í sínar raðir.

En Bjarni, eins og margir góðir menn, á hvergi heima í pólitík. Hann er á móti Evrópusambandinu, en um leið en hann á enga samleið með fólki sem hatast við útlendinga og innflytjendur. Hann fyrirlítur slíkt. Hann hefur krítíska og eldfjöruga hugsun sem rúmast ekki í þrengslunum inni í stjórnmálaflokkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi