Evan Osnos, sem er búsettur í Peking, er með óvænta sýn á landakaup Kínverja á Íslandi á vef tímaritsins The New Yorker.
Hann bendir á að um tíma á á níunda áratugnum hafi Japanir verið að kaupa allt sem hreyfðist. Þá hækkaði fasteignaverð í Japan stöðugt. Heimurinn skuldaði Japan fé. Japanskir bankar voru voldugir.
Þetta hrundi árið 1990. Við tók langvinn verðhjöðnun.
Osnos veltir fyrir sér hvort eitthvað svipað sé uppi á teningnum með Kína – Kínverjar séu ekki bara að kaupa land á Íslandi, heldur hafa þeir líka falast eftir hafnaboltaliðinu Los Angeles Dodgers.
Osnos segir að í hverri efnahagsbólu komi sú stund að allt virðist pínulítið á skjön. Han spyr hvort sú stund sé að renna upp fyrir Kína – á Íslandi.