Upplegg Bjarna Benediktssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vetur er að valda sem flesta reiti.
Bjarni er ekki formaður sem getur stjórnað með hörku eins og Davíð Oddsson.
Því reynir hann að valda svæðin þar sem helst er hægt að sækja að honum. Vegna þessa kann hann stundum að virðast vingulslegur.
En þetta er að takast ágætlega hjá Bjarna – og eins og stendur eru engar líkur á að Hanna Birna Kristjánsdóttir fari í framboð gegn honum.
Það eru heldur fánýtar vangaveltur að pæla í því.