Samfylkingin þarf að kjósa sér nýjan þingflokksformann eftir brotthvarf Þórunnar Sveinbjarnardóttir.
Varaformaður þingflokksins er Jónína Rós Guðmundsdóttir.
En hugmyndir hafa verið uppi innan þingliðsins að gera Björgvin G. Sigurðsson að þingflokksformanni.
Það mælist þó misjafnlega, enda eru menn ekki alveg búnir að gleyma hruninu þegar Björgvin var viðskiptaráðherra.
Björgvin var ráðherrann sem vissi ekki neitt.
En á móti má náttúrlega benda á að Jóhanna og Össur úr hrunstjórninni héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist.