Þjálfarinn sem hentar íslenska landsliðinu í fótbolta er sá sem kanna að flytja bestu ræðuna í hálfleik.
Hella úr skálum reiði sinnar ef því er að skipta.
Einn litríkasti landsliðsþjálfari sem hér hefur verið er Tony Knapp.
Tony þjálfaði líka KR. Hann var enginn sérstakur þjálfari, þannig séð, en hann kunni að flytja ræðuna á undan leik og í hálfleik. Hann var algjör tappi.
Orðfærið var einstakt, segja þeir sem fengu að upplifa þetta.
Tony náði líka fínum árangri með landsliðið – hann stjórnaði því í hinum frækna sigurleik gegn Austur-Þýskalandi 1975.
Nú er hann orðinn gamall maður, 75 ára, svo kannski er hann ekki reiðubúinn í starfið.
En Roy Keane virðist vera dálítið svipuð týpa – og ef nást ekki samningar við hann þá er Gaui Þórðar ábyggilega maðurinn í djobbið.