Lilja Mósesdóttir gerir litla athugasemd við þennan málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar á Facebook.
Ólafur segir að ekki eigi að reka hér evrópska sérhagsmunastefnu, að það eigi að gilda sömu lög og sami réttur gagnvart allri heimsbyggðinni.
En þá er líka spurning um gagnkvæmni.
Lilja segir:
„Forsetinn talar um að Íslendingar eigi að meðhöndla Kínverja eins og Evrópubúa og leyfa þeim að fjárfesta hér á landi. Furðuleg röksemdafærsla í ljósi þess að EES samningurinn byggir á gagnkvæmni. Evrópubúar geta fjárfest hér á landi og Íslendingar á EES svæðinu. Í Kína er land aðeins til leigu í 70 ár og síðan tekið eignarnámi. Kínverjar ættu því aðeins að fá leyfi til að leigja land ekki kaupa.“