Á næstu vikum verður fjallað mikið um áhrif hryðjuverkaárásanna á New York fyrir tíu árum.
Ég hef áður skrifað að þetta hafi ekki verið jafn mikilvægir atburðir og talið var á þeim tíma.
Og þó.
Alþjóðapólitíkin er flókin og það er erfitt að spá fram í tímann.
Hættan af íslömskum hryðjuverkamönnum reyndist miklu minni en ætlað var. Það varð ekkert stríð milli menningarheima.
Hins vegar eyddu Bandaríkjamenn ómældum kröftum í þetta – þeir töldu það vera mikilvægasta mál samtímans.
Það var gerð innrás í Afganistan og Írak og við sáum Guantanamo og Abu Ghraib.
En þeir voru að horfa í vitlausa átt.
Stóra fréttin í heiminum á þessum tíma var ris kínverska og indverska hagkerfisins og dvínandi völd Bandaríkjanna.
Óvenjuleg ljósmynd frá 11. september 2011. Hópur New York-búa slappar af í Brooklyn meðan Tvíburaturnarnir brenna. Myndin var ekki birt fyrr en fimm árum eftir árásirnar – það var talið að efni hennar væri of umdeilanlegt.