fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Forsetinn og alþjóðapólitíkin

Egill Helgason
Laugardaginn 3. september 2011 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal Financial Times við Ólaf Ragnar Grímsson forseta er athyglisvert. Þar fagnar hann kaupum Kínverjans Huangs Nubo á Grímsstöðum á fjöllum og telur að Íslendingar muni hagnast á þeim.

En það sem vekur mesta eftirtekt er hvernig hann talar um alþjóðapólitík – stöðu Íslands í heiminum.

Sumir myndu reyndar telja að Ólafur sé enn talsmaður svokallaðrar útflutningsleiðar sem hann boðaði þegar hann var forseti Alþýðubandalagsins. Hún gekk út á aukin viðskipti við Austur-Asíu.

Ólafur segir að Kína og Indland hafi hjálpað Íslandi meðan Evrópa var fjandsamleg og Bandaríkin létu sér standa á sama.

En blaðið virðist ekki vera alveg á sama máli og forsetinn, heldur bendir á að Ísland hafi fengið aðstoð frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum – og þar hafi Evrópuríki verið fremst í flokki. Það segir líka að Ísland sé í viðræðum um að ganga í Evrópusambandið.

Það vitnar líka í forsetann sem á að hafa sagt að Bandaríkin hafi haft „núll áhuga“ á Íslandi síðan herstöðinni nærri Reykjavík var lokað fyrir fimm árum.

„While Iceland received a European-led bail-out from the International Monetary Fund and talks are under way for the country to join the European Union, Mr Grímsson accused the EU of “turning their guns” on Iceland during the dispute over money lost by UK and Dutch depositors in the failed Icesave bank . He added that the US had shown “zero interest” in the country since closing its air base near Reykjavik five years ago.“

Blaðið segir að Ólafur Ragnar hafi heimsótt Kína fimm sinnum á síðustu sex árum – og hefur eftir honum að hann hafi tekið á móti fleiri kínverskum sendinefndum á Íslandi en frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni samanlögðum.

Hann nefnir einnig að Kínverjar hafi gert gjaldmiðlaskiptasamning við Ísland eftir hrunið fyrir hans tilstilli – upphæðin sem um ræðir hafi verið 500 milljónir dollara.

Hann segir að Indverjar hafi líka sýnt stuðning, boðið honum í opinbera heimsókn meðan á Icesave deilunni stóð og einnig ráðgeri þeir að byggja fimm stjörnu hótel nálægt Þingvöllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði