Horft frá Öskjuhlíð er Vatnsmýrin eitt allsherjar skipulagsslys.
Flugvöllurinn er þarna – en þar hefur hann verið síðan í stríðinu.
Það sem hefur bæst við á síðustu árum er net stórra umferðargatna sem skera svæðið þvers og kruss. Inn á milli eru grænar umferðareyjar – svona til að lappa aðeins upp á skelfinguna.
Og bílastæði – endalaus bílastæði.
Við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Landspítalann.
Það er eins og bilað fólk hafi verið þarna á ferðinni.
Sumar af þessum götum voru lagðar í tengslum við fyrirhugaðar nýbyggingar við Landspítalann. En þetta er ekki nóg. Það þarf að leggja fleiri götur – og nú er aftur farið að tala um nauðsyn mislægra gatnamóta lengst inni í borg.