Það var útdeilt styrkjum til að standa að upplýstri umræðu um ESB. Forsætisnefnd Alþingis skipaði úthlutunarnefnd sem hafði þetta verk með hendi.
Þeir sem fá styrki eru Heimssýn, Já Ísland og Evrópvaktin.
Annars vegar félagsskapur nei-sinna sem finnur ESB allt til foráttu og hins vegar já-sinnar sem telja sig hafa séð ljósið í ESB. Og svo Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson.
Upplýst umræða? Er ekki frekar um það að ræða að þarna sé veitt peningum til að sami leðjuslagurinn geti haldið áfram?