fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Illalág

Egill Helgason
Föstudaginn 2. september 2011 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir höfnina, Lækjargötu, Hljómskálagarð og Vatnsmýri gengur skæður vindstrengur í norðanátt. Það er eins og Esjan magni upp vindinn þarna. Gamall maður sem ég þekki kallaði þetta svæði Illulág eftir að hafa þurft að berjast í gegnum vindinn í Hljómskálagarðinum áratugum saman á leiðinni upp í Háskóla.

Þetta er ástæðan fyrir því að trén í Hljómskálagarðinum ná aldrei almennilegri hæð. Í raun er þetta ekki sérstaklega góður staður fyrir skrúðgarð. Skjólið er svo lítið.

Maður óttast að vindurinn fari illa með glerverkið utan á tónlistarhúsinu. Kannski hefði verið nær að nota teikningu Jeans Nouvel sem stakk upp á því að byggja húsið í líki íslensks hóls. En úr því sem komið er finnst manni um að gera að byggja sem mest þarna svo Lækjartorg fái skjól fyrir norðanáttinni.

Kannski mætti kalla tónlistarhúsið þetta – Illulág?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði