fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Rjúpan og loftslagsbreytingar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. september 2011 08:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotveiðimenn sem ég talaði við í gær töldu að helsta ástæðan fyrir því að rjúpu fækkar séu einfaldlega loftslagsbreytingar.

Það sé minni snjór á vetrum – en lengri tímabíl þegar er bleyta og slabb. Rjúpan þrífist ekki vel í slíku loftslagi.

Rjúpnastofnar hafa einnig verið á undanhaldi á Skotlandi – og þar er rætt um að loftslagsbreytingar kunni að vera ástæðan.

Við lærðum það í barnaskóla að rjúpnastofninn væri háður náttúrulegum sveiflum. Skotveiðar hafa verið mjög takmarkaðar síðustu árin, veiðidagarnir eru fáir og það hafa verið sett upp bannsvæði þar sem má ekki veiða. Skotveiðimennirnir tjáðu mér að á þeim svæðum hefði rjúpu ekki fjölgað merkjanlega.

Það eru að verða breytingar í náttúrunni hérna á þessu hlýskeiði. Lundinn hópast norður fyrir land, makríll gengur upp á fjörur. Við erum farin að sjá nýjar tegundir af skordýrum – og það vaxa epli á eplatrjám. Getur þá verið að fækkun rjúpu sé partur af þessum breytingum og rjúpnaveiði heyri kannski brátt sögunni til?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði