Það má pæla í ýmsu varðandi ríkisolíufélag.
Til dæmis hvort ekki væri ráð að koma þessu frekar strax í hendurnar á einhverjum vildarvinum. Það er máski hreinlegra, fremur en að þurfa að gera það síðar.
Svo má pæla í hvað félagið á að heita: Ríkisolía, Landsolía – einn galgopinn stakk upp á nafninu Ömoil.
Einnig má velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt í leiðinni að ríkisvæða alla bensín- og olíusölu í landinu.
Það er löngu fullreynt með að samkeppni á því sviði hefur ekkert upp á sig – og birtist aðallega í keppni um að reisa stórar sjoppur til að selja pylsur og kók.