Í dag er dagurinn þegar allir muna hvar þeir voru fyrir tíu árum.
11. september 2001.
Sjálfur var ég á Marbella á Spáni. Lá á strönd, konan mín var á hótelherbergi og hóf að senda mér símskilaboð í gríð og erg um furðulega atburði sem sáust í sjónvarpinu.
Fyrst vissu menn ekki hvort þetta var slys eða hryðjuverk – svo kom hið síðarnefnda í ljós. Þá byrjaði fólkið á ströndinni að ræða saman, bláókunnugt fólk.
Maður var ráðvilltur dagana eftir. Enginn vissi hvað myndi gerast næst. Flug var í lamasessi þessa daga, og maður vildi helst ekki fara upp í flugvél. En við þurftum að fara heim, enduðum með því að keyra til Suður-Frakklands, taka lest til Parísar og þaðan aðra lest til Kaupmannahafnar – þaðan flugum við loks heim nokkrum dögum eftir hryðjuverkin.