fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Magnús: Hræðsla við markaðsöflin

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. ágúst 2011 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef áður bent á skynsamlegar greinar eftir Magnús Halldórsson, blaðamann á Viðskiptablaðinu. Magnús skrifar grein núna í vikunni á vef Viðskiptablaðsins um ofurvald bankanna og misheppnaða endurreisn fyrirtækja. Greininni lýkur með svofelldum orðum:

„Ef kröfuhafar fá að endurheimta skuldir sínar með því að taka tækifæri frá samkeppnisaðilum rekstrarins sem fór í þrot þá er markaðsbúskapur ekki fyrir hendi í raun. Þá hættir eiginlegur samkeppnismarkaður að vera til. Fyrirtæki þurfa að geta komið og farið, það er grundvallaratriði.  Í þessu felast helstu mistökin, að því er mér finnst, þ.e. að ýta regluverki markaðarins til hliðar þegar kemur að illa stöddum fyrirtækjum. Þessi mistök eru nú dragbítur á hagvöxt í landinu þar sem þau draga úr fjárfestingum og ávöxtunarmöguleikum. Til þess að koma fjárfestingu af stað þurfa að skapast tækifæri fyrir fjárfesta, sem þeir sjá sjálfir og eru ekki þvingaðir til þess að fara í með pólitískri stefnumörkun. Þau tækifæri geta kviknað í gjaldþrotum. Eins dauði er annars brauð.

IV. Verðmæti gufa ekki upp við gjaldþrot. Þau falla í verði. Ef að einhver sér tækifæri í hinum gjaldþrota rekstri þá getur sá hinn sami reynt að kaupa hann úr búinu. Það sama á við um lager eða annað. Ósjálfbær störf leggjast af, en þau sem nýir fjárfestar telja að geti hjálpað til lifa. Nýr tilverugrundvöllur verður til fyrir reksturinn, sem áður var kominn útaf sporinu.

V. Í kreppum skiptir máli að nýta tækifærin sem gjaldþrotin skapa. Þá falla eignir í verði og fjárfestar fara á stjá. Þeir einir geta skapað rétt markaðsverð og lagt „rétt“ mat á það hvort rekstur sé lífvænlegur. Starfsmenn á fyrirtækjasviði banka sem lesa úr excel-skjölum eru ekki réttu mennirnir til þess að sjá tækifærin. Það eru þeir sem eru tilbúnir að taka áhættuna sem felst í fjárfestingu. Bankarnir hafa komist upp með að halda uppi verði á ýmsum eignum, t.d. aflaheimildum, atvinnuhúsnæði og fleiru, með því að virða gjaldþrotalöggjöfina að vettugi. Þetta hefur verið gert með vitund og vilja eftirlitsstofnanna. Fyrirtæki starfa lifandi dauð, þar til skuldirnar eru niðurfærðar að einhverju leyti. Eftirlitsstofnanir vita af lögbrotunum, sbr. 64. grein gjaldþrotalaga, en gera ekkert, að því er virðist vegna þess að það hefur verið mörkuð stefna um að bjarga útvöldum mönnum og eigendum fyrirtækja með niðurfærslum á skuldum sem þeir stofnuðu til með samningum.

VI. Það verður líka að segjast alveg eins og er, að hræðsla bankanna við að selja eignir – hvort sem það eru sjávarútvegsfyrirtæki eða annar rekstur – í gegnum kauphöllina er rannsóknarefni. Af hverju óttast bankarnir uppbyggingu hlutabréfamarkaðarins svona mikið? Ég á ekki svör við því. En a.m.k. hafa bankarnir ekki nýtt sér hlutabréfamarkaðinn við að selja eignir til þessa, nema að sáralitlu leyti.

Markaðsöflin, eins og þau eru stundum kölluð, eru ekkert slæm. Síður en svo. Þau eru drifkrafturinn í hagkerfum og undirstaða þess að fólk fær vinnu þegar upp er staðið, hvort sem er hjá ríkinu eða á einkamarkaði. Það er tilgangslaus vindmyllubardagi að ætla sér að berjast gegn lögmálunum, með gjörspilltri skuldaniðurfærslu til útvalinna eigenda fyrirtækja, ekki síst í gegnum stærsta banka landsins sem skattgreiðendur eiga, Landsbankann, frekar en leyfa fyrirtækjum að fara í þrot líkt og lögin segja til um. Ísland mun á endanum ná sér upp úr efnahagslægðinni og það hefur náðst árangur í þá veru á margan hátt, m.a. í ríkisfjármálum. En hræðslan við markaðsöflin er alltof víðtæk og það er að fara illa með hagkerfið og halda aftur að hagvexti þar sem fjárfesting á markaðsforsendum er lítil sem engin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum