Í grein í Vísbendingu kemur fram að engin þjóð setti meira fé í banka sína en Ísland eftir hrun – utan Írar.
Í greininni segir:
„Sú skoðun kemur allvíða fram að Íslendingar hafi valið bestu leiðina út úr efnahagsvandanum árið 2008 með því að fella gengið og borga ekki tapið af gjaldþroti bankanna. Í því sambandi er oft vísað á önnur lönd eins og Írland, Grikkland og Spán. Þess vegna vekur það athygli að í nýjustu skýrslu OECD kemur fram að ekkert land eyddi jafnmiklu í bankakerfið og Ísland að frátöldu Írlandi.“
Og ennfremur að Ísland hefði sett meiri peninga í hítina ef þeir hefðu fengist, en þá höfðu lánamarkaðir lokast.
„Eftir á að hyggja var þessi tregða vinaþjóða til þess að lána Íslendingum peninga hin mesta gæfa. Hugmyndir um stórlán frá Rússum eða Kínverjum hefðu getað breytt stöðu Íslands meðal venstrænna þjóða, en lánin hefðu ekki leyst neinn vanda heldur þvert á móti dýpkað hann.“
Nánar í Viðskiptablaðinu.