fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Stöðvar Ögmundur Huang

Egill Helgason
Mánudaginn 29. ágúst 2011 08:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson skrifar um kínverska fjallaskáldið Huang Nobu sem er að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.

Ögmundur er innanríkisráðherra og þessi kaup eru líklega háð leyfi ráðuneytis hans.

Ögmundur segir að það sé tími til að hugsa af yfirvegun um þessi landakaup.

En hann segir líka þetta:

„Hvað kaupin á Grimsstöðum  áhrærir þá þarf að ræða þau í ljósi heildarhagsmuna og hugsa langt fram í tímann. Af því eru Kínverjar þekktir: Að hugsa langt fram í tímann samhliða því sem þeir eru að kaupa upp heiminn! Þeir virðast hugsa í langtímafjárfestingum og langtímaáhrifum/yfirráðum. Nokkuð þykir mér ýmsir vera fljótir að kyngja ómeltu því sem nú er á borð borið. Það hefur verið gert áður á Íslandi! Allt gleypt hrátt. Það er ekki langt síðan að menn ræddu mikla drauma um stórkostlega landvinninga í fjármálaheiminum . Með dollaramerki í augum var af alvöru rætt um það að gera Ísland að fjármálamiðstöð heimsins enda sköruðum við fram úr gervöllu mannkyni á því sviði. Hástemmt tal en takmörkuð – ef þá nokkur –  yfirvegun og dómgreindin engin.  En flestir dönsuðu með. Þeir sem andæfðu voru kallaðir úrtölumenn og afturhaldsseggir.

Nú vitum við hvernig fór um sjóferð þá! Skyldu menn ekkert hafa lært? Er ekki tilefni til að staldra við og hugsa þegar verið er að færa Ísland uppá búðarborðið á ný?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði