Sumar deilur er ekki hægt að leiða til lykta.
Rammaáætlun um nýtingu vatnsfalla og jarðhitasvæða hefur kastað olíu á eld fremur en hitt.
Samt eru menn lengi búnir að bíða eftir þessari áætlun, það hefur verið vísað í hana árum saman sem einhvers konar Salómonsdóm.
En svo menn ekki sammála um neitt.
Þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum hafa risið upp og telja alltof langt gengið í verndun. Þorsteinn Pálsson skrifar í Fréttablaðið og talar um öfga í þessu sambandi – hann talar um stuðning við „hófsama orkunýtingu“ sem ríki á miðju stjórnmálanna og til hægri.
En Vinstri grænir halda flokksstjórnarfund og vilja ekki virkja neðst í Þjórsá eins og gert er ráð fyrir í rammaáætluninni og þeir vilja að fleiri svæði sem gert er ráð fyrir að nýta verði friðuð.
Það verða semsagt áframhaldandi deilur um virkjanir og virkjanakosti. Mál verða leidd til lykta með pólitísku valdi, þannig að öðrum aðilanum finnst hann hafa verið beittur órétti.
Eða henta virkjanaáform kannski í þjóðaratkvæðagreiðslur?