Fjölmiðlum ber skylda til að umgangast fórnarlömb af nærgætni. Þetta á ekki síst við í einkamálum og málum sem tengjast fjölskyldulífi.
Í kvöld birtust í flestum fjölmiðlum frásagnir af njósnum sem þingkonan Siv Friðleifsdóttir er sögð sæta af hendi fyrrverandi eiginmanns síns.
Líklega eru þessar fréttir bæði særandi og niðurlægjandi fyrir Siv og fjölskyldu hennar. Hún er ekki gerandinn, hún er fórnarlambið.
Einhverjir munu sjálfsagt halda því fram að Siv sé opinber persóna og því eigi þetta erindi í fjölmiðla. En nei, þetta eru viðkvæm einkamál sem koma öðrum ekki við.
Fjölmiðlarnir fóru langt fram úr sér þarna. Þetta er ósæmilegur fréttaflutningur.