fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Perlan til sölu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. ágúst 2011 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV birtir athyglisverða samantekt um Perluna. Flestir geta verið sammála um að Perlan er ágætlega fallegt hús – eitt af kennileitum Reykvíkinga.

Á sínum tíma var það reyndar kynnt sem gjöf Orkuveitunnar til Reykjavíkur – það var dálítið langt gengið, það eru jú Reykvíkingar sjálfir sem eiga Orkuveituna og hafa borgað fyrir hana.

En eins og bent er á í greininni er Perlan tóm skel. Þar inni er veitingarrekstur sem gengur mjög misjafnlega. Húsið er rekið með tapi.

Að öðru leyti hefur ekki verið hægt að finna neina raunverulega starfsemi sem hentar í húsið, þarna hafa verið haldnir markaðir þar sem eru seldar bækur, mynddiskar, föt og sitthvað af því tagi.

Og nú á að reyna að selja Perluna. Maður sér ekki alveg hverjir væru til í að kaupa hana – nema þá á afar lágu verði.

Því það er vandséð hvað hægt er að gera við húsið – eru einhverjar hugmyndir?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna