Friðrik Jónsson skrifar hér á Eyjuna um rótttækar leiðir í skattamálum – hann telur að skattbreytingar undanfarið hafi verið mjög máttlausar – og telur að þurfi að einfalda skattkerfið til muna.
Það sem Friðrik nefnir helst er skattur á inngreiðslur í lífeyrissjóði.
„Sá einskiptisskattur sem þó hefur verið ræddur er að leggja skatt á eignir lífeyrissjóðanna og þannig taka út framtíðartekjuskatt strax. Því fylgir þá jafnframt að leggja fullan tekjuskatt á lífeyrissframlag héðan í frá, en lífeyrissgreiðslur yrði þá væntanlega framvegis skattfrjálsar. (Einnig rekur mig minni til að hafa séð tillögur um að leggja fullan tekjuskatt á bankainnistæður sem nutu tryggingar umfram hið löglega hámark upp á u.þ.b. 3 milljónir.)
Ef eignir lífeyrissjóðanna eru um og yfir 2 þúsund milljarðar myndi 40% skattlagning þeirra skila 800 milljörðum í ríkissjóð. Það myndi duga til að greiða niður vel rúmlega helming núverandi skulda ríkisins og þ.a.l. jafnframt lækka vaxtakostnað þess um meira en helming. Fjárlagagati þessa árs yrði þar með lokað í einum vettvangi og meira að segja yrði afgangur sem nýta mæti til að greiða ennþá meiri skuldir.
Þetta er langt í frá gallalaus aðgerð, m.a. vegna þess að ekki er verra fyrir ríkissjóð að eiga vísar framtíðarskatttekjur frá lífeyrisþegum, sérstaklega þar sem þeim mun fara fjölgandi meira hlutfallslega en þeim sem vinna.
En hugsanlega mætti skattleggja lífeyrissjóðina með öðrum hætti og án þess að framtíðarskatttekjum ríkissins sé fórnað um of.“