fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Búðir fyrir kommúnista, sósíalista og gyðingahatara

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. ágúst 2011 15:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pamela Geller er bandarískur bloggari sem er býsna vel þekkt í landi sínu. Hún hefur fengið að koma fram í fjölmiðlum sem eiga að teljast virtir, en blogginu sínu velur hún nafn úr bók eftir Ayn Rand og kallar það Atlas Shrugs.

Geller hefur verið samstarfskona Roberts Spencer sem gefur sig út fyrir að vera mikill sérfræðingur um íslam. Þau hafa meira að segja skrifað saman bók um meint stríð Obama forseta gegn Bandaríkjunum. Anders Breivik vitnar mikið í Spencer.

Það er til marks um hvernig ástandið á pólitískri umræðu er í Bandaríkjunum að Geller var einn af opinberum bloggurum á landsþingi Repúblikanaflokksins.

Geller segir á bloggi frá því í gær að sumarbúðirnar á Útey þar sem Anders Breivik framdi ódæðisverk sitt hafi verið þjálfunarstöð í gyðingahatri – búðir fyrir kommúnista og sósíalista sem gangi erinda íslams.

Það verður sífellt langsóttara að segja að þetta snúist um „einmana úlfa“. Þegar íslamistar fremja hryðjuverk er það kallað pólitík sem helst allur hinn íslamski heimur þarf að sverja af sér. þegar hvítur ljóshærður maður er á ferð – með pólitíska hugmyndafræði sem margir virðast aðhyllast – er það einstakur atburður og skýringa leitað í geðlæknisfræðinni. Passar það alveg?

Um þetta má lesa á vef sem nefnist loonwatch.com, en þar má líka lesa um bréf sem Geller fékk frá norskum manni sem sagðist vera að safna vopnum og skotfærum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum