fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Japanska leiðin

Egill Helgason
Föstudaginn 19. ágúst 2011 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá degi til dags vex óttinn við að hagkerfið sé á leiðinni í tvöfalda niðursveiflu. Að atburðarásinni sem fór af stað 2007 og 2008 sé langt í frá lokið og nú blasi við efnahagskreppa eftir tímabil lítilsháttar bata.

Menn horfa á tölur um bandaríska hagkerfið, þar ríkir stöðnun og afturför, sömu sögu er að segja um Bretland og skuldakreppan í Evrópu er óleyst. Hagvöxtur hægir á sér í Kína.

Nú eru ekki til peningar til að dæla út í hagkerfið og bankana eins og gert var 2008.

Fjárfestar eru afar varkárir, leita skjóls í gulli og ríkisskuldabréfum.

Sumir tala um hrun, aðrir um að stefnt sé inn í ástand eins og hefur ríkt í Japan og hófst í skuldakreppunni þar 1990 – og einkennist af sama og engum hagvexti, veiku bankakerfi og stjórnmálum sem eru í uppgjöf gagnvart þessu ástandi. Kerfið í Japan hrundi ekki, en það staðnaði.

Svo eru auðvitað aðrir sem gætu bent á að Japan vegni bara nokkuð vel þrátt fyrir þetta – að landið hafi komist bærilega af þrátt fyrri hinn litla vöxt. En það náttúrlega rímar ekki við hagvaxtartrúna sem sem er sjálfur grundvöllur kerfisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt