Hagfræðingurinn og dálkahöfundurinn David Blanchflower birtir eftirfarandi töflu um hagvöxt í nokkrum ríkjum Evrópusambandsins í grein á vef New Statesman. Tilgangur hans er aðallega að sýna hversu illa gengur í Bretlandi, en þarna má sjá að efst eru Eystrasaltsríkin sem lentu í miklum efnahagshremmingum fyrir fáum árum en hafa verið að ná sér vel á strik. Þarna eru líka Svíþjóð og Finnland og Austurríki – Svíþjóð notar ekki evruna en það gera Finnland og Austurríki. Eistland tók upp evruna um síðustu áramót.