Sumir ráðherrar eru þannig að þeir láta ekki ná í sig heilu og hálfu árin. Þeir svara ekki skilaboðum, hafa um sig hirð aðstoðarmanna sem gætir þess að þeir séu ekki ónáðaðir.
Eftir langan starfsferil í fjölmiðlum þekki ég þetta nokkuð vel. Sumir ráðherrar verða mjög óvinsælir hjá fjölmiðlafólki fyrir vikið, aðrir komast upp með þetta, merkilegt nokk.
En Ögmundur hefur verið í sérflokki allan sinn stjórnmálaferil. Hann er yfirleitt boðinn og búinn að ræða við fjölmiðla – enda gamall sjónvarpsmaður sjálfur.
Ég hef enga trú á að Ögmundur stundi það að flýja fjölmiðla.