fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Leigumarkaður og séreignastefnan

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. ágúst 2011 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigumarkaðurinn á Íslandi hefur alltaf verið frumskógur.

Ástæðan er einfaldlega sú að hér hefur séreignastefnan ríkt alla tíð. Hún gengur út á að fólk eigi að kaupa sitt eigið húsnæði, helst á ungum aldri – festa fé sitt og ráð í steinsteypu.

Þessi stefna hefur komið mörgum Íslendingum á kaldan klaka – maður man eftir óðaverðbólgunni um 1980 og aftur lenti fólk í vandræðum eftir hrunið 2008. Fólkið sem lenti í þeim hremmingum hefði verið miklu betur statt ef það hefði einfaldlega verið leigjendur. Það er betra að leigja og geta einfaldlega kvatt húsnæðið sem maður býr í en að vera í yfirskuldsettri eign sem maður eignast kannski aldrei.

En til þess þarf að vera skikkanlegur leigumarkaður – sem er ekki. Á Íslandi hefur verið litið niður á fólk sem leigir húsnæði. Á Norðurlöndunum og í Þýskalandi þykir þetta hins vegar sjálfsagt og eðlilegt búsetuform.

Friðrik Jónsson skrifaði grein um þetta hér á Eyjuna í gær og lagði til að lífeyrissjóðir kæmu að uppbyggingu leigumarkaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk