fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Jóhanna verður klöppuð upp

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. ágúst 2011 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru landsfundir hjá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu í haust.

Á fyrri fundinum verður Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins – þótt staða hans sé langt í frá að vera sterk.

Og Samfylkingin mun ekki eiga annarra kosta völ en að klappa upp Jóhönnu Sigurðardóttur sem formann. Flokkurinn veðjaði á hana eftir hrun og þótt vinsældir hennar hafi dvínað er varla annað í boði.

Lófatakið verður kannski ekki mjög djúpt eða innilegt – en það er vondur tími fyrir þá sem gætu hugsað sér að ná af henni formannsembættinu að láta til skarar skríða.

Árni Páll og Dagur eru líklega út úr myndinni sem framtíðarforingjar flokksins, Össur gæti tekið við en varla meðan staðan í ESB-umræðunum er eins og hún er – það er einna helst að Guðbjartur Hannesson njóti nægs álits til að geta gengt formennskunni. Hann virkar vænn, heiðarlegur og öfgalaus – en þess utan er ómögulegt að segja hvort hann veldur því að vera í allrafremstu röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk