fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Skrítin umræða

Egill Helgason
Föstudaginn 12. ágúst 2011 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um Evrópu getur orðið býsna furðuleg hér á landi – og einhvern veginn úr tengslum við allt sem maður upplifir þegar maður er í burtu frá Íslandi. Hér virðist reyndar vera nokkuð stór hópur sem dreymir um að Evrópusambandið liðist í sundur – eða hið evrópska stórríki eins og það er gjarnan kallað – þessi málflutningur er furðulega hatursfullur.

Og svo eru alls konar vitleysur sem vaða uppi, það tekst stundum að leiðrétta þær í smátíma – en svo skjóta þær upp kollinum aftur.

Eins og til dæmis þessi sem er úr nýlegri grein eftir fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins:

„Stórveldi gera allt til að halda stöðu sinni. Þess vegna horfir hið fallandi evrópska stórveldi norður í Atlantshaf til lítillar eyju, þar sem býr fátt fólk. Sú eyja gæti opnað hnignandi veldi aðgang að nýjum auðlindum í norðurhöfum, sem gætu fært því nýtt líf um skeið.“

Það er fátt sem bendir til þess að Evrópusambandið hafi einhvern ofuráhuga á Íslandi – Ísland sótti um aðild og það er óljóst hvort í boði er nógu góður samningur til að aðild sé fýsileg. Það mun koma í ljós. Í Evrópu er ekki talað um að Ísland skipti máli varðandi framtíð sambandsins.

Íslendingar hafa auðlindir sem ættu að vera nægar fyrir þjóðina ef skynsamlega er á málum haldið. Við höfum okkar fiskistofna – fiskurinn er mestanpart seldur til Evrópu – og við höfum okkar orku, en hún er ekki í slíku magni að hún skipti neinum sköpum fyrir Evrópu. Náttúruvernd setur líka miklar takmarkanir á notkun orkunnar.

Hvað varðar hugmyndir um nýtingu auðlinda í Norður-Íshafinu, þá er staðreyndin sú að Íslendingar hafa engan aðgang að þeim. Við getum í mesta lagi búist við auknum siglingum framhjá landinu vegna bráðnunar íssins í norðurhöfum, þótt vafasamt sé að þær verði sérlega umfangsmiklar á næstu áratugum.

Evrópa er í skuldakreppu – og Ísland reyndar líka. Það getur vel verið að þetta ástand muni hafa áhrif á uppbyggingu Evrópusambandsins, en það er fátt sem bendir til þess að það muni liðast í sundur.

Og það er öruggt að Ísland mun ekki geta bjargað Evrópusambandinu – eða fært því nýtt líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk