Aðeins 30 prósent aðspurðra telja að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafi höndlað óeirðirnar í landinu vel. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun.
Boris Johnson, borgarstjóri í London, fær enn verri útreið, en almenningur virðist álíta að lögreglan hafi staðið sig vel.
En það er furðulegt með óeirðirnar, að viðbrögð stjórnvalda minna á það sem gerðist i Egyptalandi í uppreisninni þar – það er talað um að trufla farsíma og loka samskiptasíðum á netinu.