Blaðamaðurinn Þórður Snær Júlíusson skrifar pistil í Viðskiptablaðið um möguleika ungs fólks á að kaupa sér húsnæði við núverandi aðstæður. Niðurlag pistilsins er svohljóðandi, ég hvet ykkur til að lesa hann allan á vef Viðskiptablaðsins:
„Á meðan að kaupmáttur launa minna rýrnar stöðugt, þó krónutala þeirra hækki kannski, þá er ég seint að fara að safna fyrir útborgun á íbúð. Á meðan að verðtrygging og vanvitahagstjórn tryggja að ég borgi rúmlega 100 milljónir til banka fyrir að fá 24 milljónir lánaðar þá er ég ekki að fara að taka lán. Ég vænti þess að þetta eigi við um flest skynsamt fólk. Á þessu þurfa varðmenn verðtryggingar og allt of hás húsnæðisverðs að átta sig. Komandi kynslóðir munu ekki láta þá hafa sig af fíflum lengur.“