Dan Hodges skrifar í New Statesman og segir að grínþátturinn við stjórn Lundúnaborgar verði að fara að enda. Lúndúnir hafa haft tvo borgarstjóra síðan embættið var endurvakið, Ken Livingstone og Boris Johnson. Livingstone sækist eftir því að endurheimta embættið úr höndum Johnsons.
Báðir hafa verið skemmtikraftar og það er oft gaman að fylgjast með þeim.
En Livingstone er útbrunninn byltingarmaður og Johnson er grínari úr Eton-skólanum.
Hodges telur að þeir þurfi báðir að hverfa af sviðinu, enda hafi viðbrögð þeirra beggja við óeirðunum miklu verið afar léleg. London þurfi alvöru leiðtoga.