Það er í laxveiðum sem íslenska karlasamfélagið nær saman. Bondar eins og það heitir á vondu máli.
Á árbakkanum eða í hlýju veiðihúsanna.
Þetta hefur verið svona lengi. Kolkrabbinn var eilíflega að veiða lax og sömuleiðis bankastjórar gömlu ríkisbankanna.
Svo kom útrásin og þá keyptu nýeinkavæddu bankarnir og og eignarhaldsfélögin upp veiðidaga í öllum fínu ánum, buðu vinum og vildarvinum.
En eins og Bubbi segir þá má ekki kjafta frá því með hverjum maður veiðir lax.
Það varð til dæmis uppi fótur og fit á Stöð 2 hér um árið þegar kom á daginn að Geir Haarde, sem þá var fjármálaráðherra, hafði farið að veiða lax í boði Kaupþings. Frá þessu mátti helst ekki segja og það skildi stjórn fyrirtækisins. Það var brot á þagnarskyldu karlasamfélagsins, omertunni eins og það heitir á máli samtaka sem starfa suður í löndum.
.