Einu sinni þótti býsna ævintýralegt – og næstum rómantískt – að vinna við stórframkvæmdir uppi á hálendi.
Þá sungu Lónlí Blú Bojs ljóðlínurnar frábæru:
þegar vann ég við Sigöldu
meyjarnar mig völdu
til þess að stjórna sínum draumum
En nú les maður að erfitt sé að finna fólk til að vinna störfin við Búðarhálsvirkjun. Hvað veldur?