fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Orsakavaldar að hruni – og gjaldeyrishöftum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. júlí 2011 08:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Tómasson hagfræðingur setti inn eftirfarandi athugasemd hér á vefinn í gær:

„Í fljótu bragði má nefna eftirfarandi orsakavalda að hruninu – og gjaldeyrishöftum í kjölfar þess.

1. Hugmyndafræði nýfrjálshyggju, sbr. umsögn Árna Mathiesen fjármálaráðherra í útvarpsviðtali að það væri ekki hlutverk stjórnmálamanna að segja bankamönnum til verka. Þeir væru sérfræðingar á sínu sviði sem vissu hvernig bezt væri staðið að hlutunum.

2. Ólögleg gengistrygging útlána sem leiddi til glórulausrar útlánagleði banka og annarra lánastofnana.

3. Ólögleg uppsöfnun neikvæðs gjaldeyrisjafnaðar viðskiptabankanna – við hrun bankanna í október 2008 var gjaldeyrisjöfnuður þeirra neikvæður um 2800 milljarða en skv. reglugerð SÍ á grundvelli 13. gr. seðlabankalaga var bönkunum skylt að takmarka hann við 10% af eigin fé sem jafngilti 100 milljörðum.

4. Samspil Seðlabanka Íslands með reglugerðarbroti viðskiptabankanna með því að skilgreina ólógleg gengistryggð krónulán sem gjaldeyriseign við útreikning á gjaldeyrisjöfnuði.

5. Hávaxtastefna Seðlabanka Íslands sem leiddi af sér það innstreymi skammtíma erlends fjármagns sem núna stendur í vegi fyrir eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum íslenzku efnahagslífi til óhagræðis.

Allt var þetta á ábyrgð Ríkisstjórnar Íslands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði