Sama dag og sagt er frá því að vatn úr klósetti hafi flætt um flugvél Iceland Express er tilkynnt að Ólafur Ragnar og Dorrit hafi flogið með flugfélaginu. Maður les líka að eigandi flugfélagsins hafi farið í enn eitt gjaldþrotið, nú upp á 365 milljónir króna – með pitsusjoppu!
Þau voru að fara í brúðkaup Alberts prins í Mónakó.
Samkvæmt nýjustu fréttum grét brúður hans vegna þess að það var verið að neyða hana í hjónabandið. En börnunum hans var ekki boðið.
Á sama tíma eru Vilhjálmur Bretaprins og Kata kona hans á ferðalagi í Kanada.
Í Quebec taka á móti þeim mótmælendur með borða þar sem stendur:
„Burt með ykkur sníkjudýr.“