fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Erfitt að vinda ofan af bankabrjálæðinu

Egill Helgason
Sunnudaginn 3. júlí 2011 08:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Bretlandi deila stjórnarflokkarnir, Íhaldið og Frjálslyndir demókratar, um nýjar reglur um bankaviðskipti. Frjálslyndir vilja setja lög sem skilja að starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka, en það vill Íhaldsflokkurinn ekki.

Það er vandséð hvernig á að taka á bönkunum í því ástandi sem nú ríkir. Bankar eru enn of stórir til að falla. Ríki horfa yfir í garð nágrannans – þau vilja ekki setja strangari reglur en hann af ótta við fjármagnsflótta. Því er erfitt að vinda ofan af bankabrjálæðinu nema með einhvers konar alþjóðasamningum. Þeir eru hins vegar ekki í sjónmáli.

Sumir binda vonir við einhvers konar uppreisn almennings gegn þessu – þeir hafa horft til Aþenu, Madrid og Reykjavíkur á sínum tíma. En því miður eru þessi mótmæli veik og fálmkennd – og samstaðan um hugmyndir er ekki mikil og úthaldið er lítið þannig að yfirleitt eru það fámennir jaðarhópar sem eru mest áberandi.

Á meðan þurfa bankarnir ekki að óttast um sinn hag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði